Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 10:50 Stefán Árni Geirsson lá óvígur eftir meiðslin í gær og mönnum var skiljanlega brugðið. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“ Besta deild karla KR Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“
Besta deild karla KR Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira