Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 10:50 Stefán Árni Geirsson lá óvígur eftir meiðslin í gær og mönnum var skiljanlega brugðið. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“ Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“
Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti