Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 13:30 Yared Nuguse vann brons á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Getty/Kevin Voigt Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira