Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:10 Ari Sigurpálsson var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Elfsborg. IF Elfsborg Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti. Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti.
Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti