Richard Chamberlain er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:59 Richard Chamberlain átti langan og farsælan feril í sjónvarpi. Hann var tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaun og hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun. Getty Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira