Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar 31. mars 2025 11:31 Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Ekkert verður til í tómarúmi Undraverður árangur hefur náðst í kvikmyndagerð á Íslandi á liðnum árum svo eftir er tekið. Endurspeglast þetta meðal annars í þeim fjölda tilnefninga til verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið um heim allan sem og þeim fjölda erlendu verkefna sem tekin hafa verið upp hér á landi við góðan orðstír. Slíkur árangur verður ekki til í tómarúmi, að baki honum liggur mikil vinna fagfólks í kvikmyndagerð hér á landi, sem reiðir sig meðal annars á stoðkerfi framleiðslu hér á landi hvort sem um er að ræða Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið. Hörð alþjóðleg samkeppni Hörð alþjóðleg samkeppni ríkir milli landa um að laða að stór kvikmyndaverkefni sem rata í bíósali og á sjónvarpsskjái heimila um víða veröld. Þannig hafa yfir 100 lönd og fylki sett á laggirnar endurgreiðslukerfi í kvikmyndagerð til að auka samkeppnishæfni eigin kvikmyndaiðnaðar, skapa virðisaukandi og hugverkadrifin störf og styrkja ímynd viðkomandi svæða. Oft er Nýja Sjáland nefnt í þessu samhengi í kjölfar þessi að kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann voru teknar upp þar í landi. Ákveðin straumhvörf urðu í samkeppnishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi þegar endurgreiðsluhlutfallið var hækkað í 35% fyrir verkefni af ákveðinni stærð. Sem dæmi um hversu kvikur hinn alþjóðlegi kvikmyndabransi er má nefna að daginn eftir að breytingin var samþykkt stórjókst fjöldi innsendra erinda til framleiðslufyrirtækja hér á landi um mögulegt samstarf. Hverju hefur kvikmyndaiðnaðurinn skilað fyrir Ísland? Í úttekt á endurgreiðslukerfinu í kvikmyndagerð sem breska ráðgjafafyrirtækið Olsberg SPI vann fyrir stjórnvöld kom fram að fyrir hverja krónu sem fór í gegnum endurgreiðslukerfið á úttektartímabilinu (2019-2022) var ávinningurinn fyrir íslenskt efnahagslíf 6,8 krónur miðað við bein, óbein og afleidd áhrif. Þannig áætlaði Olsberg að endurgreiðsluhæf framleiðsluverkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hafi varið á bilinu 9,7–28,9 milljörðum króna á Íslandi á hverju ári. 86% útgjaldanna hefðu ekki átt sér stað á Íslandi ef ekkert endurgreiðslukerfi væri fyrir hendi. Efnahagsleg umsvif kvikmyndaiðnaðarins á tímabili úttektarinnar voru 238 milljarðar króna og heildaratvinnutekjur hér á landi voru 48,9 milljarðar króna. Alls störfuðu 4.200 manns í beinum, óbeinum og afleiddum stöfum hérlendis við endurgreiðsluhæf kvikmyndaverkefni árið 2022, allt frá leikurum, förðunarfræðingum, búningahönnuðum og tæknifólki á öllum aldri, til þyrluflugmanna og bílstjóra. True Detective: Dæmi um áhrif víða um land Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective er stærsta erlenda fjárfesting í menningu hér á landi enda nam hún 11,5 milljarði króna og vann framleiðslufyrirtækið Truenorth verkefnið alfarið hér á Íslandi fyrir sjónvarpsstöðina HBO Max. Tökur á þáttaröðinni fóru fram víða um landið með tilheyrandi umsvifum. Um það bil 65% af kostnaði verkefnisins féll til á höfuðborgarsvæðinu eða tæpur 7,5 milljarður. Um 15% af kostnaði verkefnisins féll til á Reykjanesi eða rúmur 1,7 milljaður króna og svipuð upphæð féll til á Norðurlandi eystra. Á Suðurlandi féll til 5% af kostnaði verkefnisins eða tæpar 600 m.kr. Fjölbreytt þjónusta naut raunverulega góðs af Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni var keypt þjónusta af 925 fyrirtækjum um allt land. Beinar launa- og verktakagreiðslur greiddar til einstaklinga sem unnu við verkefnið voru rúmur 4,6 milljarðar eða 40% af heildarkostnaði verkefnisins. Greiðslur til fyrirtækja sem þjónusta kvikmyndagerð á Íslandi, svo sem stúdió, tækja-, leikmyndaog aðstöðuleigur námu rúmum 3,4 milljörðum eða tæpum 30% af heildarkostnaði verkefnisins og greiðslur til ferðaþjónustufyrirtækja voru rúmar 2 milljarðar króna eða um 17,4 % af verkefninu. Tækifæri og tengslanet Til viðbótar skapa verkefni líkt og þetta einnig verðmæta þekkingu, tengslanet og tækifæri sem erfitt er að setja verðmiða á. Sýnilegasta dæmi er sennilega sá fjöldi íslenskra leikara sem hefur fengið hlutverk í stórum erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum. Þá hefur kvikmyndagerð orðið að heilsársatvinnugrein, sem er stór breyting til batnaðar. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif og tækifæri sem verkefni sem þessi hafa á ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslenskir hagsmunir í húfi Nýverið voru kynntar tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri þar sem ein tillagan snéri að endurskoðun á endurgreiðslukerfinu með þeim orðum að „Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda verða skv. áætlun 2,5 ma.kr. næstu árin. Þar sem ekki er hámark á greiðslunum geta þær orðið mun hærri, eins og 2024 þegar þær voru yfir 5 ma.kr. Tilefni er til að setja skýrari mörk á endurgreiðslur.“ Þá var einnig vitnað í mögulegar útfærslur á slíku með orðunum „Afnema skilyrði fyrir 35% endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Halda hlutfallinu í 25% eða jafnvel lækka það….“ Það er enginn vafi í mínum huga að samkeppnishæfni Íslands í kvikmyndagerð myndi skaðast verulega gengju hugmyndir sem þessar eftir. Möguleikar okkar á að ná í stór erlend verkefni, líkt og verðlaunaseríuna True Detective, yrðu að engu. Endurgreiðslur ríkisins myndu vissulega minnka, en það yrði á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra. Hvatning til stjórnvalda Ég get upplýst hér að á vettvangi Truenorth hefur verið unnið að undirbúningi sjónvarpsþátta um Sturlungaöld, en fyrirtækið keypti réttinn af skáldsögum Einars Kárasonar með það fyrir augum að koma þessum íslenska menningararfi á sjónvarpsheimskortið í samvinnu við stóra erlenda aðila með tökum hér á landi. Lykilforsenda á þeirri vegferð er hins vegar að Ísland verði áfram samkeppnishæft. Ég vil því hvetja stjórnvöld áfram til góðra verka, og til þess að standa með og styðja við kvikmyndagerð á Íslandi, hvort sem um ræðir Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið í kvikmyndagerð, til dæmis með 35% fyrir öll verkefni. Það er til mikils að vinna, ekki bara fyrir íslenska menningu og tungu, heldur einnig þjóðarbúið. Höfundur er framkvæmdarstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Ekkert verður til í tómarúmi Undraverður árangur hefur náðst í kvikmyndagerð á Íslandi á liðnum árum svo eftir er tekið. Endurspeglast þetta meðal annars í þeim fjölda tilnefninga til verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið um heim allan sem og þeim fjölda erlendu verkefna sem tekin hafa verið upp hér á landi við góðan orðstír. Slíkur árangur verður ekki til í tómarúmi, að baki honum liggur mikil vinna fagfólks í kvikmyndagerð hér á landi, sem reiðir sig meðal annars á stoðkerfi framleiðslu hér á landi hvort sem um er að ræða Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið. Hörð alþjóðleg samkeppni Hörð alþjóðleg samkeppni ríkir milli landa um að laða að stór kvikmyndaverkefni sem rata í bíósali og á sjónvarpsskjái heimila um víða veröld. Þannig hafa yfir 100 lönd og fylki sett á laggirnar endurgreiðslukerfi í kvikmyndagerð til að auka samkeppnishæfni eigin kvikmyndaiðnaðar, skapa virðisaukandi og hugverkadrifin störf og styrkja ímynd viðkomandi svæða. Oft er Nýja Sjáland nefnt í þessu samhengi í kjölfar þessi að kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann voru teknar upp þar í landi. Ákveðin straumhvörf urðu í samkeppnishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi þegar endurgreiðsluhlutfallið var hækkað í 35% fyrir verkefni af ákveðinni stærð. Sem dæmi um hversu kvikur hinn alþjóðlegi kvikmyndabransi er má nefna að daginn eftir að breytingin var samþykkt stórjókst fjöldi innsendra erinda til framleiðslufyrirtækja hér á landi um mögulegt samstarf. Hverju hefur kvikmyndaiðnaðurinn skilað fyrir Ísland? Í úttekt á endurgreiðslukerfinu í kvikmyndagerð sem breska ráðgjafafyrirtækið Olsberg SPI vann fyrir stjórnvöld kom fram að fyrir hverja krónu sem fór í gegnum endurgreiðslukerfið á úttektartímabilinu (2019-2022) var ávinningurinn fyrir íslenskt efnahagslíf 6,8 krónur miðað við bein, óbein og afleidd áhrif. Þannig áætlaði Olsberg að endurgreiðsluhæf framleiðsluverkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hafi varið á bilinu 9,7–28,9 milljörðum króna á Íslandi á hverju ári. 86% útgjaldanna hefðu ekki átt sér stað á Íslandi ef ekkert endurgreiðslukerfi væri fyrir hendi. Efnahagsleg umsvif kvikmyndaiðnaðarins á tímabili úttektarinnar voru 238 milljarðar króna og heildaratvinnutekjur hér á landi voru 48,9 milljarðar króna. Alls störfuðu 4.200 manns í beinum, óbeinum og afleiddum stöfum hérlendis við endurgreiðsluhæf kvikmyndaverkefni árið 2022, allt frá leikurum, förðunarfræðingum, búningahönnuðum og tæknifólki á öllum aldri, til þyrluflugmanna og bílstjóra. True Detective: Dæmi um áhrif víða um land Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective er stærsta erlenda fjárfesting í menningu hér á landi enda nam hún 11,5 milljarði króna og vann framleiðslufyrirtækið Truenorth verkefnið alfarið hér á Íslandi fyrir sjónvarpsstöðina HBO Max. Tökur á þáttaröðinni fóru fram víða um landið með tilheyrandi umsvifum. Um það bil 65% af kostnaði verkefnisins féll til á höfuðborgarsvæðinu eða tæpur 7,5 milljarður. Um 15% af kostnaði verkefnisins féll til á Reykjanesi eða rúmur 1,7 milljaður króna og svipuð upphæð féll til á Norðurlandi eystra. Á Suðurlandi féll til 5% af kostnaði verkefnisins eða tæpar 600 m.kr. Fjölbreytt þjónusta naut raunverulega góðs af Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni var keypt þjónusta af 925 fyrirtækjum um allt land. Beinar launa- og verktakagreiðslur greiddar til einstaklinga sem unnu við verkefnið voru rúmur 4,6 milljarðar eða 40% af heildarkostnaði verkefnisins. Greiðslur til fyrirtækja sem þjónusta kvikmyndagerð á Íslandi, svo sem stúdió, tækja-, leikmyndaog aðstöðuleigur námu rúmum 3,4 milljörðum eða tæpum 30% af heildarkostnaði verkefnisins og greiðslur til ferðaþjónustufyrirtækja voru rúmar 2 milljarðar króna eða um 17,4 % af verkefninu. Tækifæri og tengslanet Til viðbótar skapa verkefni líkt og þetta einnig verðmæta þekkingu, tengslanet og tækifæri sem erfitt er að setja verðmiða á. Sýnilegasta dæmi er sennilega sá fjöldi íslenskra leikara sem hefur fengið hlutverk í stórum erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum. Þá hefur kvikmyndagerð orðið að heilsársatvinnugrein, sem er stór breyting til batnaðar. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif og tækifæri sem verkefni sem þessi hafa á ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslenskir hagsmunir í húfi Nýverið voru kynntar tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri þar sem ein tillagan snéri að endurskoðun á endurgreiðslukerfinu með þeim orðum að „Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda verða skv. áætlun 2,5 ma.kr. næstu árin. Þar sem ekki er hámark á greiðslunum geta þær orðið mun hærri, eins og 2024 þegar þær voru yfir 5 ma.kr. Tilefni er til að setja skýrari mörk á endurgreiðslur.“ Þá var einnig vitnað í mögulegar útfærslur á slíku með orðunum „Afnema skilyrði fyrir 35% endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Halda hlutfallinu í 25% eða jafnvel lækka það….“ Það er enginn vafi í mínum huga að samkeppnishæfni Íslands í kvikmyndagerð myndi skaðast verulega gengju hugmyndir sem þessar eftir. Möguleikar okkar á að ná í stór erlend verkefni, líkt og verðlaunaseríuna True Detective, yrðu að engu. Endurgreiðslur ríkisins myndu vissulega minnka, en það yrði á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra. Hvatning til stjórnvalda Ég get upplýst hér að á vettvangi Truenorth hefur verið unnið að undirbúningi sjónvarpsþátta um Sturlungaöld, en fyrirtækið keypti réttinn af skáldsögum Einars Kárasonar með það fyrir augum að koma þessum íslenska menningararfi á sjónvarpsheimskortið í samvinnu við stóra erlenda aðila með tökum hér á landi. Lykilforsenda á þeirri vegferð er hins vegar að Ísland verði áfram samkeppnishæft. Ég vil því hvetja stjórnvöld áfram til góðra verka, og til þess að standa með og styðja við kvikmyndagerð á Íslandi, hvort sem um ræðir Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið í kvikmyndagerð, til dæmis með 35% fyrir öll verkefni. Það er til mikils að vinna, ekki bara fyrir íslenska menningu og tungu, heldur einnig þjóðarbúið. Höfundur er framkvæmdarstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun