Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2025 13:31 Valgerður stígur næst í hringinn í lok vikunnar. vísir/bjarni Eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, Valgerður Guðsteinsdóttir, er ekki af baki dottin þó svo hún nálgist fertugt. Hún ætlar sér enn alla leið í íþróttinni. Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“ Box Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“
Box Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira