Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 12:02 Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. árnastofnun/vilhelm Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“ Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“
Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09