Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 13:17 Leitað í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mandalay. AP/Thein Zaw Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann. Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar. Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar.
Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12