Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 19:56 Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands. Vísir/Sara Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“ Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“
Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira