Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 21:09 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olena Selenska, eiginkona hans, minnast fórnarlamba Rússa í Bucha. AP Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. „Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
„Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira