Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2025 15:23 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sendi yfirlýsingu frá félaginu. Hinu megin á myndinni má sjá skjáskot af myndbandi af handtöku mannsins sem var með byssuna. Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira