Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2025 19:27 He Rulong sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja. Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.
Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira