Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:14 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira