„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. apríl 2025 20:10 Hermann viðurkennir að mögulega hafi hann aðeins streist á móti handtökunni. „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira