Val Kilmer er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 06:27 Val Kilmer er látinn eftir glímu við lungnabólgu en hann hafði þjáðst af alvarlegu krabbameini í hálsi í mörg ár. Getty Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning