Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 09:13 Ljósmynd af Zhenhao Zou sem tekin er úr myndbandsupptöku. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tíu konum en óttast er að fórnarlömbin séu margfalt fleiri. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum. Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum.
Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira