Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2025 09:54 Kolaorkuverið í Salmisaari í suðvestanverðri Helsinki. Starfsemi þess var hætt í gær. Vísir/EPA Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna. Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár. Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár.
Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira