Lífið

Giskaði sig í eina milljón

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli fór heim með eina milljón.
Gulli fór heim með eina milljón.

Gunnlaugur Hans Stephensen mætti í síðasta þátt af Spurningasprett á Stöð 2. Gulli var sjálfur keppandi í Gettu Betur á sínum tíma. Svara þarf fimmtán spurningum rétt til að vinna þrjár milljónir.

Um er að ræða skemmtilegan spurningaþátt þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum.

Keppandi fær þrjár líflínur og aðstoð frá stuðningsliðinu. Þáttastjórnandi er Guðmundur Benediktsson.

Gulli var kominn að landafræðiflokknum og hafði þegar tryggt sér fjögur hundruð þúsund.

Hann fékk þá þessa spurningu: „Úr hvað jökli gengur Blágnýpujökull?“

Með réttu svari væri hann kominn í eina milljón.

Gulli fékk í kjölfarið fjóra valmöguleika en hann vissi engan veginn svarið. Því var það eina í stöðunni að giska. Og það fór heldur betur vel eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Giskaði sig í eina milljón





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.