Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 12:21 Miðar vegna sekta heyra sögunni til og hafa gert undanfarið ár. Vísir/Vilhelm Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs
Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira