Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar 2. apríl 2025 19:00 Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun