Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 07:32 Jack Grealish brosti út að eyrum eftir að hafa skorað langþráð mark í gær. Getty/Michael Steele Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira