Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 10:32 Svona fór James Tarkowski í Alexis Mac Allister, eftir að hafa farið fyrst í boltann. Rautt spjald miðað við núgildandi reglur en Tarkowski slapp. Getty/Liverpool James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira