Handbolti

Tryggvi og fé­lagar sendu Ólaf í sumar­frí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Þórisson hefur orðið sænskur meistari með Sävehof.
Tryggvi Þórisson hefur orðið sænskur meistari með Sävehof. Sävehof

Sävehof hafði betur í Íslendingaslag á móti Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þurfti framlengingu til að landa sigri.

Sävehof vann leikinn 33-30 og sendi þar með Karlskrona í sumarfrí. Sävehof vann einvígið 3-1 og varð síðasta liðið til að komast í undanúrslitin. Hin liðin sem eru komin áfram eru Ystad sem mætir Sävehof og svo Helsingborg og Hammarby sem mætast í hinu einvíginu.

Staðan var 27-27 eftir venjulegan leiktíma eftir að Sävehof náði að jafna í lokin. Liðið fylgdi því síðan eftir með öflugum leik í framlengingunni.

Tryggvi Þórisson spilar í vörninni hjá Sävehof en komst ekki á blað í sókninni. Færeyingurinn Sävehof endaði í fimmta sætinu í deildinni eða einu sæti neðar en Karlskrona.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Karlskrona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×