„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:03 Þríeykið Rakel, Auður og Viktoría settu nýverið á laggirnar fjölskyldusýninguna, Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói. Aðsend „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s
Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira