Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 10:02 Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar