Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 16:04 Jean-Philippe Mateta fagnar hér marki sínu í sigri Crystal Palace í dag. Getty/Sebastian Frej/ Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Sjá meira
Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Sjá meira