„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 5. apríl 2025 18:45 Árni Bragi Eyjólfsson og samherjar hans hjá Aftureldingu byrjuðu úrslitakeppnina á sigri. Vísir/Jón Gautur Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. „Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn