Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar 6. apríl 2025 22:32 „Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. En við getum ekki bara valið. Fordæma þarf alla sem brjóta alþjóðalög, sem beita valdi sínu til að níðast á þeim sem minna mega sín í algjöru trássi við leikreglur alþjóðasamfélagsins. Því þær leikreglur tryggja okkar eigið öryggi. Það er nefnilega annar staður í heiminum sem við ættum að hafa mjög miklar áhyggjur af. -Þar er einn tæknivæddasti her heims að murka lífið úr varnarlausum borgurum -Þar er aðskilnaðarstefnu beitt miskunnarlaust gagnvart hernuminni þjóð -Þar er börnum neitað um öll helstu mannréttindi, eins og öryggi, skólagöngu, mat og drykk -Þar er fólk rekið á vergang, aftur og aftur og aftur og aftur -Þar örkumla leyniskyttur börn með hárnákvæmum skotum í olnboga og hné -Þar eru börn aflimuð án deyfingar á illa búnum sjúkrahúsum -Þar hafa heilu ættirnar verið þurrkaðar út í sprengjuárásum því hernámsliðið gerir engan greinarmun á andspyrnumönnum og öðrum -Þar er sprengjum varpað á sjúkrahús, skóla og samkomuhús -Þar eru drónar notaðir til að njósna um fólk og taka það af lífi -Þar er landi rænt og íbúarnir reknir burt -Þar er búið að gera hungur og þorsta að vopnum sem beitt er gegn heilli þjóð -Þar neitar hernámsliðið að fylgja ályktunum SÞ og alþjóðadómstóla -Þar eru bráðaliðar, læknar og blaðamenn drepnir -Þar hefur áratugum saman staðið yfir þjóðernishreinsun -Þar er framið hópmorð -Þar eru framdir glæpir sem bera einkenni þjóðarmorðs Þessi voðaverk sýna öðrum í valdastöðu að hægt er að komast upp með allt ef hervaldið er nógu sterkt og alþjóðleg áhrif nógu mikil. Heimurinn veit af þessu öllu en á meðan stóri bróðir í vestri verndar ólöglega hernámið eru Sameinuðu þjóðirnar getulausar. En hvað getum við gert á litla Íslandi? Það er kominn tími til... -að RÚV neiti að taka þátt í Eurovision á meðan fulltrúar þjóðarmorðingja fá að syngja og dilla sér á sviðinu. Rússlandi er meinuð þátttaka, það sama á að gilda um Ísrael. -að HSÍ, KSÍ, KKÍ og önnur íþróttasambönd tilkynni að Ísland neiti að keppa við íþróttalið frá landi sem stendur fyrir ólöglegu hernámi og þjóðarmorði. Rússnesk lið fá ekki að taka þátt, það sama á að gilda um ísraelsk lið. -að ríki, sveitarfélög og öll fyrirtæki sem láta sig mannréttindi varða neiti allri samvinnu við Rapyd, ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði ísraelska hersins. -að Íslendingar hætti alfarið að kaupa vörur frá Ísrael. -að íslensk fyrirtæki hætti alfarið að flytja inn vörur frá Ísrael. -að íslensk yfirvöld taki undir kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gasa. -að íslensk yfirvöld setji viðskiptabann á Ísrael og fái nágrannaþjóðir til að taka þátt í því. -að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stórar aðgerðir skipta mestu máli en þær litlu hjálpa einnig til. Við erum lítil þjóð með takmörkuð áhrif en við megum ekki bara sitja hjá á meðan ósjálfbjarga þjóð er þurrkuð út. Við höfum ekki efni á að hunsa það að alþjóðalög séu brotin, að leikreglur alþjóðasamfélagsins séu ekki virtar. Þau sem styðja ekki palestínsku þjóðina af manngæsku og samúð, ættu að minnsta kosti að gera það vegna sinna eigin hagsmuna. Ef siðblindir menn í valdastöðum fá enga mótspyrnu, halda þeir áfram að gera allt sem þeim dettur í hug og okkar eigið fullveldi gæti hæglega orðið fórnarlamb í náinni framtíð. Það er kominn tími til að við skiljum að börnin á Gasa eru börn okkar allra. Höfundur er foreldri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
„Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. En við getum ekki bara valið. Fordæma þarf alla sem brjóta alþjóðalög, sem beita valdi sínu til að níðast á þeim sem minna mega sín í algjöru trássi við leikreglur alþjóðasamfélagsins. Því þær leikreglur tryggja okkar eigið öryggi. Það er nefnilega annar staður í heiminum sem við ættum að hafa mjög miklar áhyggjur af. -Þar er einn tæknivæddasti her heims að murka lífið úr varnarlausum borgurum -Þar er aðskilnaðarstefnu beitt miskunnarlaust gagnvart hernuminni þjóð -Þar er börnum neitað um öll helstu mannréttindi, eins og öryggi, skólagöngu, mat og drykk -Þar er fólk rekið á vergang, aftur og aftur og aftur og aftur -Þar örkumla leyniskyttur börn með hárnákvæmum skotum í olnboga og hné -Þar eru börn aflimuð án deyfingar á illa búnum sjúkrahúsum -Þar hafa heilu ættirnar verið þurrkaðar út í sprengjuárásum því hernámsliðið gerir engan greinarmun á andspyrnumönnum og öðrum -Þar er sprengjum varpað á sjúkrahús, skóla og samkomuhús -Þar eru drónar notaðir til að njósna um fólk og taka það af lífi -Þar er landi rænt og íbúarnir reknir burt -Þar er búið að gera hungur og þorsta að vopnum sem beitt er gegn heilli þjóð -Þar neitar hernámsliðið að fylgja ályktunum SÞ og alþjóðadómstóla -Þar eru bráðaliðar, læknar og blaðamenn drepnir -Þar hefur áratugum saman staðið yfir þjóðernishreinsun -Þar er framið hópmorð -Þar eru framdir glæpir sem bera einkenni þjóðarmorðs Þessi voðaverk sýna öðrum í valdastöðu að hægt er að komast upp með allt ef hervaldið er nógu sterkt og alþjóðleg áhrif nógu mikil. Heimurinn veit af þessu öllu en á meðan stóri bróðir í vestri verndar ólöglega hernámið eru Sameinuðu þjóðirnar getulausar. En hvað getum við gert á litla Íslandi? Það er kominn tími til... -að RÚV neiti að taka þátt í Eurovision á meðan fulltrúar þjóðarmorðingja fá að syngja og dilla sér á sviðinu. Rússlandi er meinuð þátttaka, það sama á að gilda um Ísrael. -að HSÍ, KSÍ, KKÍ og önnur íþróttasambönd tilkynni að Ísland neiti að keppa við íþróttalið frá landi sem stendur fyrir ólöglegu hernámi og þjóðarmorði. Rússnesk lið fá ekki að taka þátt, það sama á að gilda um ísraelsk lið. -að ríki, sveitarfélög og öll fyrirtæki sem láta sig mannréttindi varða neiti allri samvinnu við Rapyd, ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði ísraelska hersins. -að Íslendingar hætti alfarið að kaupa vörur frá Ísrael. -að íslensk fyrirtæki hætti alfarið að flytja inn vörur frá Ísrael. -að íslensk yfirvöld taki undir kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gasa. -að íslensk yfirvöld setji viðskiptabann á Ísrael og fái nágrannaþjóðir til að taka þátt í því. -að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stórar aðgerðir skipta mestu máli en þær litlu hjálpa einnig til. Við erum lítil þjóð með takmörkuð áhrif en við megum ekki bara sitja hjá á meðan ósjálfbjarga þjóð er þurrkuð út. Við höfum ekki efni á að hunsa það að alþjóðalög séu brotin, að leikreglur alþjóðasamfélagsins séu ekki virtar. Þau sem styðja ekki palestínsku þjóðina af manngæsku og samúð, ættu að minnsta kosti að gera það vegna sinna eigin hagsmuna. Ef siðblindir menn í valdastöðum fá enga mótspyrnu, halda þeir áfram að gera allt sem þeim dettur í hug og okkar eigið fullveldi gæti hæglega orðið fórnarlamb í náinni framtíð. Það er kominn tími til að við skiljum að börnin á Gasa eru börn okkar allra. Höfundur er foreldri
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar