Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:16 Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun