Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Aron Guðmundsson skrifar 7. apríl 2025 12:31 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Samsett mynd Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“ HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“
HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti