Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 13:02 Pláss er af skornum skammti í fangelsum landsins og því hefur reynst erfitt að vinna á löngum boðunarlistum í afplánun. Vísir/Arnar Halldórsson Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“ Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira