Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 14:46 Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun