„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:15 Kjartan Atli Kjartansson greinir stöðuna í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn