„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:33 Rúnar Ingi fer yfir málin með aðstoðarþjálfaranum Loga Gunnarssyni. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. „Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira