Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 13:03 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024 Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024
Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira