„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 16:13 Arnar Pétursson segir stöðuna áhyggjuefni. Getty/Marco Wolf Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira