Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:02 Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun