Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 22:12 Navarro og Musk virðast ekki eiga mikið skap saman. EPA Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X Í síðustu viku fylgdist heimsbyggðin með þegar Trump tilkynnti um víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fólst mikill sigur í því fyrir Navarro sem hefur talað fyrir þessari tollastefnu. Skömmu eftir tilkynningu Trump skaut Musk á Navarro á X og gerði lítið úr hagfræði-gráðu hans frá Harvard-háskóla. Gráðan væri miklu frekar galli frekar en kostur. Jafnframt gagnrýndi Musk kollega sinn í Hvíta húsinu fyrir að hafa ekki komið að fyrirtækjarekstri. Navarro svaraði fyrir sig í viðtali hjá CNBC. Hann sagði Musk, sem er forstjóri Teslu, ekki vera sannan bílaframleiðanda heldur væri hann frekar „bílasamsetjari“. Markmiðið með tollalagningunni væri að sjá til þess að bandarískir bílar væru búnir til úr bandarískum pörtum, ekki innfluttum. Musk sagði þá í færslu að Tesla væri reyndar sá bandaríski bílaframleiðandi sem væri að mestu leyti framleiddur úr bandarískum pörtum. „Navarro er sannur hálfviti. Það sem hann segir er algjörlega ósatt,“ sagði Musk á X, en undanfarna sólarhinga hefur hann kallað hann öllum illum nöfnum í færslum á miðlinum. „Þetta eru augljóslega tveir einstaklingar sem líta tollamál mjög ólíkum augum,“ sagði Karoline Leavitt, taldsmaður Hvíta hússins, þegar hún var spurð út í erjurnar á blaðamannafundi í dag. „Strákar verða alltaf strákar. Og við munum leyfa þeim að halda áfram þessum opinbera kýtingi. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Skattar og tollar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Í síðustu viku fylgdist heimsbyggðin með þegar Trump tilkynnti um víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fólst mikill sigur í því fyrir Navarro sem hefur talað fyrir þessari tollastefnu. Skömmu eftir tilkynningu Trump skaut Musk á Navarro á X og gerði lítið úr hagfræði-gráðu hans frá Harvard-háskóla. Gráðan væri miklu frekar galli frekar en kostur. Jafnframt gagnrýndi Musk kollega sinn í Hvíta húsinu fyrir að hafa ekki komið að fyrirtækjarekstri. Navarro svaraði fyrir sig í viðtali hjá CNBC. Hann sagði Musk, sem er forstjóri Teslu, ekki vera sannan bílaframleiðanda heldur væri hann frekar „bílasamsetjari“. Markmiðið með tollalagningunni væri að sjá til þess að bandarískir bílar væru búnir til úr bandarískum pörtum, ekki innfluttum. Musk sagði þá í færslu að Tesla væri reyndar sá bandaríski bílaframleiðandi sem væri að mestu leyti framleiddur úr bandarískum pörtum. „Navarro er sannur hálfviti. Það sem hann segir er algjörlega ósatt,“ sagði Musk á X, en undanfarna sólarhinga hefur hann kallað hann öllum illum nöfnum í færslum á miðlinum. „Þetta eru augljóslega tveir einstaklingar sem líta tollamál mjög ólíkum augum,“ sagði Karoline Leavitt, taldsmaður Hvíta hússins, þegar hún var spurð út í erjurnar á blaðamannafundi í dag. „Strákar verða alltaf strákar. Og við munum leyfa þeim að halda áfram þessum opinbera kýtingi.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Skattar og tollar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira