Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar