Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Alþingi Samfylkingin Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar