Annar dagur Mastersmótsins í golfi verður spilaður á Augusta vellinum en allir dagarnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 4. Það er alltaf spennandi að sjá hver fær að klæðast græna jakkanum í mótslok.
Úrslitakeppnin í Bónus deild karla í körfubolta heldur líka áfram og nú er komið að leik þrjú í tveimur einvígum í átta liða úrslitum. Stjarnan fær ÍR í heimsókn og Njarðvík tekur á móti Álftanesi. Stjarnan og Álftanes komast áfram í undanúrslitin með sigri í kvöld.
Eftir leikina mun Bónus Körfuboltakvöld síðan gera upp leiki kvöldsins.
Bestu mörkin munu einnig hita upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Strákarnir eru farnir af stað nú styttist í fyrsta leik hjá stelpunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar velta fyrir sér hvernig liðin koma undan vetri.
Fyrstu tvær æfingarnar fyrir Barein kappaksturinn í formúlu 1 eru líka á dagskránni í dag. Það verður einnig hægt að fylgjast með trukkakappakstri hjá Nascar.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá þriðja leik Njarðvíkur og Álftaness í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Klukkan 21.15 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.00 hefst útsending frá öðrum degi á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá þriðja leik Stjörnunnar og ÍR í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Klukkan 21.15 hefst upphitunarþáttur Bestu markanna fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 11.25 hefst fyrsta æfing fyrir Barein kappaksturinn í formúlu 1.
Klukkan 14.55 hefst önnur æfing fyrir Barein kappaksturinn í formúlu 1.
Klukkan 16.25 hefst bein útsending frá leik SGS Essen og Werder Bremen í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Burnley og Norwich í ensku b-deildinni í fótbolta.
Klukkan 23.25 hefst útsending frá trukkakappakstrinum, Weather Guard Truck Race, hjá Nascar.