„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:08 Arnar Pétursson er á leiðinni með íslenska liðið á lokakeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. „Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
„Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira