Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2025 08:31 Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir glaðar í bragði. Sú síðarnefnda lék sinn síðasta landsleik í gær. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær. Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita