Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar 11. apríl 2025 10:33 Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun