Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 11:27 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á myrku dansgólfi á balli á Vesturlandi árið 2023. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi. Dómsmál Næturlíf Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira