„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 20:46 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“ Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“
Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira