Brá þegar hún heyrði smellinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:02 Hulda Björk Ólafsdóttir var með 11,6 stig að meðaltali í leik í Bónus-deildinni í vetur. vísir/ernir Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Fótbolti Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Handbolti Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Enski boltinn „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Handbolti Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Handbolti Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Íslenski boltinn Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Enski boltinn Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum Sjá meira
Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Fótbolti Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Handbolti Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Enski boltinn „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Handbolti Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Handbolti Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Íslenski boltinn Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Enski boltinn Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum Sjá meira