Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. apríl 2025 11:54 Skemmdarvargurinn virðist hafa séð að sér en hann biðst afsökunar á veggjakrotinu í sjálfu veggjakrotinu. Það gerir hann að hætti Dana og skrifar: „Sorry.“ Jónshús Ljót skemmdarverk voru unnin á Jónshúsi í skjóli nætur. Óprúttinn aðili útkrotaði veggi hússins sem var eitt sinn heimili Jóns Sigurðssonar og er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn. Blaðamaður náði tali af Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmann og ábúanda í Jónshúsi, þar sem hún stóð í því að rúlla málningu yfir óumbeðnu vegglistaverkin sem sett voru upp í skjóli nætur. Hún segir alveg ömurlegt að sjá svona gjörning á blíðviðrasömum Kaupmannahafnarvordegi. „Það er nýbúið að gera húsið alveg einstaklega fallegt. Það er búið að laga alla glugga, þannig það er sérlega glæsilegt að sjá húsið. Það er því pínu bömmer að koma út á laugardagsmorgni í góðu veðri og það er búið að krota á allt húsið,“ segir hún. Hún segir að hún og eiginmaður hennar muni mála vegginn til bráðabirgða með rúllunni og að fagmálari komi svo á þriðjudaginn kemur. Húsið verður klappað og klárt fyrir páskana en það er stanslaus umferð um húsið og mikið á döfinni að sögn Höllu. Uppselt er á tvö páskabingó á vegum Íslendingafélagsins og svo verður haldin guðsþjónusta á íslensku annan í páskum líkt og hefð er fyrir. Stærsti árlegi viðburður Jónshúss er svo haldinn á sumardaginn fyrsta, nefnilega hátíð Jóns Sigurðssonar. Þar verða veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar sem veitt eru einstaklingi eða félagasamtökum íslenskum eða dönskum sem unnið hefur verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Halla segir viðburðinn einstaklega hátíðlegan og hápunkt í starfi hússins. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Blaðamaður náði tali af Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmann og ábúanda í Jónshúsi, þar sem hún stóð í því að rúlla málningu yfir óumbeðnu vegglistaverkin sem sett voru upp í skjóli nætur. Hún segir alveg ömurlegt að sjá svona gjörning á blíðviðrasömum Kaupmannahafnarvordegi. „Það er nýbúið að gera húsið alveg einstaklega fallegt. Það er búið að laga alla glugga, þannig það er sérlega glæsilegt að sjá húsið. Það er því pínu bömmer að koma út á laugardagsmorgni í góðu veðri og það er búið að krota á allt húsið,“ segir hún. Hún segir að hún og eiginmaður hennar muni mála vegginn til bráðabirgða með rúllunni og að fagmálari komi svo á þriðjudaginn kemur. Húsið verður klappað og klárt fyrir páskana en það er stanslaus umferð um húsið og mikið á döfinni að sögn Höllu. Uppselt er á tvö páskabingó á vegum Íslendingafélagsins og svo verður haldin guðsþjónusta á íslensku annan í páskum líkt og hefð er fyrir. Stærsti árlegi viðburður Jónshúss er svo haldinn á sumardaginn fyrsta, nefnilega hátíð Jóns Sigurðssonar. Þar verða veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar sem veitt eru einstaklingi eða félagasamtökum íslenskum eða dönskum sem unnið hefur verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Halla segir viðburðinn einstaklega hátíðlegan og hápunkt í starfi hússins.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira