Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 13:13 Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. „Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“ Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“
Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira