Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 13:13 Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. „Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“ Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“
Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira