„Komið bara með marklínutækni og málið er dautt“ sagði þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson.
„Já, marklínutækni, við sáum þörf á því [í leik Stjörnunnar og FH]“ tók Ólafur Kristjánsson undir.
Bjarni Guðjónsson benti á kostnaðinn sem myndi fylgja því að taka upp myndbandsdómgæslu, í fullri útgáfu, á öllum völlum landsins. Hann vill samt ekki taka upp myndbandsdómgæslu að hluta til.
„Við getum ekki tekið einhverja discount útgáfu af þessu og þá er kostnaðurinn orðinn gífurlegur við VAR. Þar sem VAR er og allt til er fólk samt að rífast um ákvörðun dómarans. Þjálfum bara dómarana betur og fáum marklínutækni“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan, spurningin um VAR var sú síðasta í uppbótartímanum. Næsti þáttur Stúkunnar er á dagskrá eftir leik KR og Vals á mánudagskvöldið.